Þorkell Lindberg snýr aftur til Náttúrustofu Norðausturlands

Þorkell Lindberg, sem verið hefur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands síðasta ár, snýr um næstu áramót aftur til starfa sem forstöðumaður Náttúrustofu

Þorkell Lindberg, sem verið hefur forstjóri Náttúrufræði-stofnunar Íslands síðasta ár, snýr um næstu áramót aftur til starfa sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands.

Fram kemur í til­kynn­ingu að Þorkell Lindberg hafi hætt að eigin ósk og hefur Um­hverf­is- og auðlindaráðherra sett Ey­dísi Lín­dal Finn­boga­dótt­ur, for­stjóra Land­mæl­inga Íslands, tíma­bundið í embætti for­stjóra Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands, eða til eins árs.

"Þorkell Lindberg, eða Lindi,  er okkur að góðu kunnur en hann stýrði Náttúrustofunni styrkri hendi frá stofnun hennar árið 2003 fram til síðustu áramóta.

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofunnar býður Linda velkominn heim.

Um leið er Aðalsteini Erni Snæþórssyni þökkuð góð störf en hann hefur gegnt stöðu forstöðumanns tímabundið undanfarið ár. Aðalsteinn snýr nú til baka í sitt fyrra starf sem sérfræðingur hjá Náttúrustofunni" segir í tilkynningu á heimasíðuverfa Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744