Ţórarinn Ragnarsson er íţróttamađur HSŢ 2018

Ţórarinn Ragnarsson Hestamannafélaginu Snćfaxa, var valinn íţróttamađur HSŢ 2018 á ársţingi HSŢ sem fram fór í Skjólbrekku um nýliđna helgi.

Ţórarinn Ragnarsson er íţróttamađur HSŢ 2018
Íţróttir - - Lestrar 421

Ţórarinn Ragnarsson íţróttamađur HSŢ 2018
Ţórarinn Ragnarsson íţróttamađur HSŢ 2018

Ţórarinn Ragnarsson Hestamannafélaginu Snćfaxa, var valinn íţróttamađur HSŢ 2018 á ársţingi HSŢ sem fram fór í Skjólbrekku um nýliđna helgi.

Kynnt var val á íţróttamönnum ársins í ýmsum greinum sem stundađar eru á félagsvćđi HSŢ og var Ţórarinn einnig valinn Hestamađur HSŢ 2018. Umsögn um Ţórarinn má lesa hér fyrir neđan:

Ţórarinn Ragnarsson er fćddur og uppalinn á Gunnarsstöđum í Ţistilfirđi áriđ 1989 og er menntađur reiđkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann rekur hrossarćktarbúiđ Vesturkot ásamt unnustu sinni. Hann hefur veriđ ađ keppa í mörg ár međ góđum árangri.

Afrek Ţórarins í hestaíţróttum áriđ 2018 var eftirfarandi:

Meistaradeildin í hestaíţróttum: 2. sćti í fimmgangi, 5. sćti í flugskeiđi, 5. sćti í 150m skeiđi, 7. sćti í tölti. Reykjavíkurmeistaramót: 6. sćti í tölti, 7.-8. sćti í fimmgangi. Opna íţróttamót Sleipnis: 4. sćti í fjórgangi. Landsmót hestamanna: 6. sćti í tölti. Íslandsmót: 2. sćti í fimmgangi, 5. sćti í fjórgangi, 7. sćti í tölti. Ţá vann hann uppsveitadeildina međ yfirburđum og eins 150m skeiđ á skeiđleikum.

Eftir áriđ 2018 er Ţórarinn ţriđji á Worldranking listanum í fimmgangi og efstur allra Íslendinga. Einnig sýndi Ţórarinn nokkur kynbótahross áriđ 2018 međ góđum árangri.

Íţróttamenn HSŢ í hinum ýmsu greinum og umsagnir um ţá:

Blak - Ţórunn Harđardóttir – Völsungur

Ţórunn hefur spilađ blak međ Völsungi í 11 ár. Hún er fyrirliđi Meistaraflokks Völsungs sem spilar í Úrvalsdeild Íslandsmótsins ţriđja áriđ í röđ ţar sem gengi liđsins hefur tekiđ jöfnum og öruggum framförum og er liđiđ nú í 3 sćti úrvaldeildarinnar ţegar tímabiliđ 2018-19 er hálfnađ. Ţórunn er mjög öflugur leikmađur sem leggur sig ávallt 100% fram bćđi á ćfingum og í keppni. Hún er jákvćđ, hjálpsöm og yfirveguđ og er frábćr fyrirmynd yngri leikmanna sem eru ađ stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Boccia - Ásgrímur Sigurđsson – Völsungur

Ásgrímur er öflugur bocciaspilari, hann hefur ćft og spilađ međ Völsungi til fjölda ára. Dugnađur, ástundun og áhugi međ einsdćmum, en öll árin hefur hann mćtt nánast á allar ćfingar ţó hann ţurfi ađ sćkja ćfingar um 150 km leiđ.

Áriđ 2018 var Ásgrími gott „Bocciaár“ eins og mörg undanfarin ár og keppti hann á öllum mótum ársins, á Íslandsmótum bćđi í einstaklings og liđakeppni, keppti hann í 1. deild, ţá keppti hann á Hćngsmótinu á Akureyri. Á flestum ţessum mótum komst hann í úrslit ţó ekki ynni hann til verđlauna. Ásgrímur var sveitinni sem vann Opna Húsavíkurmótiđ og titilinn „Húsavíkurmeistarar í boccia“ . Glćsilegur árangur hjá Ásgrími.

Bogfimi - Ásgeir Ingi Unnsteinsson – Umf. Efling 

Ásgeir Ingi er tilnefndur sem bogfimimađur ársins 2018 og á hann ţađ svo sannarlega skiliđ ef tekiđ er miđ af árangri hans áriđ 2018, ungur og efnilegur mađur hér á ferđ. Ásgeir nýtti sér vel ţćr ćfingar og ađstöđu sem buđust međ Akureyringum áriđ 2018 og náđi góđum árangri í kjölfariđ. Ásgeir Ingi Unnsteinsson vann til gullverđlauna í sínum flokki (U21) á Íslandsmótunum bćđi innan- og utanhúss, varđ í 7. sćti á Aurora open og tók loks ţátt á Norđurlandamóti ungmenna í haust ţar sem hann hafnađi í 12. sćti.

Frjálsíţróttir - Halldór Tumi Ólason – Völsungur 

Halldór Tumi eđa Tumi eins og hann er oftast kallađur hefur ćft frjálsar í ţó nokkurn tíma. Hans ađal greinar eru 100m, 200m og langstökk. Hann sinnir ćfingum af miklu kappi og hefur ţađ veriđ ađ skila sér í miklum framförum á síđasta ári, ţrátt fyrir ađ hafa glímt viđ smá meiđsli.

Helsti árangur Halldórs Tuma á árinu 2018 var eftirfarandi:

Á UFA móti í apríl varđ Tumi í 3. sćti í langstökki og stökk 5,84 m. Á Gautaborgarleikunum í byrjun júlí var hann međ persónulega bćtingu í 200m og hljóp á 24,68 sek og vann sinn riđil. Á unglingalandsmótinu í ágúst varđ hann í 8. sćti í 100m og hljóp á 12,48 sek og í 4.sćti í langstökki međ stökk upp á 5,90 m. Á minningarmóti Ólivers á Akureyri varđ hann í  1.sćti í langstökki međ stökk upp á 6,33 m sem var persónuleg bćting en líka fjórđa besta stökk á landinu í 16-17 ára flokki sem er mjög góđur árangur. Hann keppti líka í 60m hlaupi ţar sem hann var međ persónulega bćtingu og hljóp á 7,63 sek og lenti í 4. sćti. Síđasta mót ársins var svo Silfurleikar ÍR ţar sem hann var međ tvćr persónulegar bćtingar. Hann varđ í 3. sćti í ţrístökki međ stökk upp á 12,30 m og í 6. sćti í 200m ţar sem hann hljóp á 24,10 sek.

Glíma - Einar Eyţórsson – Mývetningur 

Einar Eyţórsson er valinn glímumađur HSŢ 2018. Á árinu 2018 keppti Einar á eftirtöldum mótum međ góđum árangri:

Bikarglíma Íslands: Bikarmeistari í -90 kg flokki, 3. sćti í opnum flokki

umferđ í meistaramótaröđinni 2017-2018: 2. sćti í +90 kg, 3. sćti í opnum flokkiMeistaramótaröđ 2017-2018 – úrslit: 2. sćti í +90 kg og 2. sćti í opnum flokki.

Íslandsglíman: Grettisbeltiđ: 2. sćti

Fegurđarverđlaun á Íslandsglímunni: 1. sćti

Íslandsmeistaramótiđ í backhold: 6.-9. sćti í +90 kg og 3. Sćti í opnum flokki

Erlendar keppnir, Cowal hálandaleikarnir: 2. sćtiđ í opnum flokki í Backhold og 2. sćtiđ í  undir 15 steinum í Backhold.

Knattspyrna - Bjarki Baldvinsson – Völsungur

Meistaraflokkur karla náđi góđum árangri í sumar er liđiđ hafnađi í fjórđa sćti međ 40 stig og voru í toppbaráttunni frá upphafi til enda. Bjarki Baldvinsson var fyrirliđi liđsins og fór fyrir sínu liđi međ góđri spilamennsku. Lagđi upp mörk fyrir félaga sína ásamt ţví ađ skora 5 sjálfur í 23 leikjum sínum í deild og bikarkeppni. Bjarki vakti ekki bara athygli hjá Völsungum og stuđningsfólki ţví hann var valinn í liđ ársins á Fotbolti.net, ţar sem fyrirliđar og ţjálfarar sjá um kosningu.

Bjarki er leiđtogi innan og utan vallar og leggur mikiđ á sig til ađ bćta stöđugt leik sinn og lyfta ţannig liđi sínu á nćsta stig. Góđ fyrirmynd fyrir yngri leikmenn sem vilja bćta sig og ná lengra.

Skák - 

Tómas Veigar Sigurđarson – Skákfélagiđ Huginn

Tómas Veigar Sigurđarson er skákmađur HSŢ 2018. Tómas Veigar vann sigur á skákţingi félagsins í febrúar, eftir ađ hafa unniđ undanriđilinn međ öruggum hćtti. Hann varđ efstur félagsmenna á Skákţingi Norđlendinga 2018 og stóđ sig afar vel á Íslandsmótinu 2018-19 fyrir hönd félagsins. Ţađ fer ţví vel á ţví ađ Tómas sé skákmađur HSŢ, en ţetta er annađ áriđ í röđ sem Tómas Veigar er valinn sem skákmađur HSŢ.

Skotíţróttir - Kristján R. Arnarson – Skotfélag Húsavíkur

Kristján tók ţátt í nokkrum mótum á árinu međ ágćtum árangri. Hann er m.a. Húsavíkurmeistari í BR50 og náđi einnig góđum árangri á mótum á Akureyri. Eftirfarandi er árangur hans yfir áriđ:

Húsavíkurmeistari í BR50.

1 sćti í BR50 móti í mars

3 sćti VFS mót í mars

8 sćti grúppumót

3 sćti 100 mtr VFS mót 16.5

4 sćti 200 mtr VFS mót 16.5

1 sćti Akureyri sumarmot BR50

5 sćti Akureyri hreindýramót, Best á skor á 200mtr.

6 sćti Akureyri breyttur rifflar páskamót

4 sćti Akureyri  óbreyttir rifflar páskamót

6 sćti Akureyri ţrístöđumót veiđirifflar

1 sćti Akureyri  VFS mót

Hvatningarverđlaun hlaut Erla Rós Ólafsdóttir frá Ţórshöfn.

Í umsögn um hana segir m.a. ađ síđustu ţrjú ár hafi hún orđiđ Íslandsmeistari í spjótkasti á nánast öllum mótum sem hún hafi keppt á. Erla varđ í ţriđja sćti á Gautborgarleiknum í í Svíţjóđ í spjótkasti. Hún varđ unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti ţriđja áriđ í röđ á árinu 2018. Erla er metnađargjörn og ákveđin í ađ standa sig vel í ţessari grein. (641.is)



  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744