Þingiðn hefur áhyggjur af stöðu kjaramála

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í vikunni. Tilefnið var ekki síst að ræða stöðuna í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar sem félagið á

Þingiðn hefur áhyggjur af stöðu kjaramála
Almennt - - Lestrar 70

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í vikunni. Tilefnið var ekki síst að ræða stöðuna í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar sem félagið á aðild að enda eitt af aðildarfélögum Samiðnar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum slitnaði upp úr viðræðum aðila þar sem SA felst ekki á forsenduákvæði verkalýðshreyfingarinnar í fjögra ára samningi. Samningaviðræðurnar eru því í hnút. Samhliða kjaraviðræðunum hafa samningsaðilar átt fundi með stjórnvöldum og samtökum sveitarfélaga um aðkomu þeirra að samningunum.

Frá þessu segir á heimasíðu Framsýnar en hvað önnur mál varðaði sem voru til umræðu á fundinum var ákveðið að stefna að aðalfundi félagsins í lok apríl. Ákveðið var að skoða með að breyta merki félagsins og nútímavæða það.

Framkvæmdir við íbúð félagsins í Hraunholti ganga vel og samþykkt var að skipta kostnaðinum við kaupin milli orlofs- og sjúkrasjóðs. Samþykkt var að hækka námstyrki til félagsmanna verulega og miða við að hækkanir gildi frá 1. janúar 2024. Golfklúbbur Húsavíkur stendur í miklum framkvæmdum við uppbyggingu starfseminnar á Húsavík. Klúbburinn hefur verið að leita eftir stuðningi úr samfélaginu, þar á meðal frá Þingiðn. Umræður urðu um málið.

Stjórnin taldi að vel hefði tekist með hátíðarhöldin 1. maí á síðasta ári sem voru flutt úr höllinni á hótelið. Mælt er með því að hátíðarhöldin í ár verði með svipuðu sniði. Félagið stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði í byrjun mars með öðrum aðildarfélögum Skrifstofu stéttarfélaganna.

Töluverðar umræður urðu um flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem eru í verulegri hættu. Áfram verður barist fyrir því að flugið milli þessara áfangastaði haldi áfram.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744