13. okt
Þingeyingur septembermánaðar - Agnes ÁrnadóttirFólk - - Lestrar 264
Þingeyingafélagið hefur valið Agnesi Árnadóttur sem Þingeying septembermánaðar.
"Ég er dóttir Line Werner og Árna Sigubjarnarsonar sem er sonur Hildar Jónsdóttir frá Ystafelli upprunalega og Sigurbjörns Sörenssonar Húsvíkings.
Ég flutti út til Osló haustið 2008 til ad fara í Evrópufræði í Háskólanum í Osló. Er með master í stjórnmála-hagfræði og er framkvæmdastjóri og annar stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Brim Explorer sem er staðsett í Tromsø.
Á norskan mann og 4 mánaða gamla dóttur sem heitir Telma.
Var nýlega verðlaunuð af Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs fyrir frumkvöðlastarf med «Wista Norway Leadership Award» sem var mikill heiður". segir Þingeyingur septembermánaðar.