Ţingeyingur októbermánađar - Bjarni Hafţór Helgason

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Bjarna Hafţór Helgason sem Ţingeying októbermánađar.

Bjarni Hafţór Helgason.
Bjarni Hafţór Helgason.

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Bjarna Hafţór Helgason sem Ţingeying októbermánađar.

"Ég er fćddur á Húsavík 1957 og alinn ţar upp. Fađir minn hét Helgi Bjarnason og var elstur sjö brćđra sem voru Húsvíkingar. Afi og amma voru einnig fćdd á Húsavík og hétu Bjarni Ásmundsson, fiskverkandi og Kristjana Hólmfríđur Helgadóttir. Framćttir ţeirra eru í Ţingeyjarsýslu og í gegnum afa á ég líka stóran frćndgarđ í Ţorpinu á Akureyri. Móđir mín hét Jóhanna Ađalsteinsdóttir frá Vađbrekku á Hrafnkelsdal, varđ ung starfsstúlka á sjúkrahúsinu á Húsavík og kynntist ţá pabba sem leiddi af sér fimm börn sem alin voru upp í Grafarbakka viđ Ásgarđsveg 15 á Húsavík. 

Ég er algert miđjubarn; á eldri bróđur og systur, yngri bróđur og systur og systkinin mín eru tvö í blóđflokki A og tvö í blóđflokki B en ég er í hinum sjaldgćfa blóđflokki AB, ţađ er ekki hćgt ađ vera meira í miđjunni. Amma og afi voru fyrst í Hallgrímsbć á Húsavík en hann stóđ rétt norđan og austan viđ ţar sem verslunin Búrfell var síđar, síđan fluttu ţau í Valberg sem stendur viđ Mararbraut 3 niđri á bakkanum, ţađan í gamla Grafarbakka sem hlaut nafn sitt af ţví ađ standa á bakka mógrafar sem ţarna var, en nýi Grafarbakki var reistur 1948 viđ hliđ ţess gamla. Ţar ólst ég upp og ţar bjuggu einnig amma og afi fyrstu ćviár mín.

Á menntaskólaárum mínum á Akureyri vann ég í Fiskiđjusamlagi Húsavíkur á sumrum en segja má ađ ég hafi veriđ fluttur ađ heiman ţegar ég varđ stúdent áriđ 1978, rétt um tvítugt. Fór ţá í fjögurra ára viđskiptanám í HÍ og bjó síđan í aldarţriđjung á Akureyri og síđustu fimm ár í Kópavogi. Ég er giftur Ingunni Wernersdóttur og á son, dóttur, stjúpson, tengdadóttur og tengdason. Svo á ég tvo afastráka sem heita Pétur og Helgi og ég er međ ţeim í Leynifélaginu Meistarinn sem heldur fundi um mál sem hvorki foreldarnir né ađrir fá upplýsingar um. Til dćmis um frostpinna. 

Ţegar ég flutti suđur fyrir fimm árum bjó ég einn á Akureyri og krakkarnir mínir voru ađ setjast ađ fyrir sunnan, ţannig ađ ég ákvađ ađ fylgja međ og kynntist um leiđ Ingunni. Eftir á ađ hyggja var ţetta eins og í stýrđu ferli ţar sem á rennur eđlilega ađ ósi sínum og Ingunn segir ađ mamma hafi stjórnađ ţessu öllu ađ handan, en ţćr voru góđar vinkonur. Ég sinni fjárfestingum og er minn eigin húsbóndi sem er ţó ekki alltaf jafnánćgjulegt og ţađ hljómar. En ég er farinn ađ gefa listsköpun meiri tíma og á síđasta ári kom út heildarsafn tónlistar minnar "Fuglar hugans" sem unniđ var í Danmörku og á Íslandi, alls 75 lög međ fremstu tónlistarmönnum landsins. 

Og nú var bókaforlagiđ Veröld ađ gefa út mína fyrstu bók sem heitir "Tími til ađ tengja" en hún inniheldur tuttugu smásögur sem eru flestar skrifađar á síđustu tveimur árum í Kópavogi, London og Davíđshúsi á Akureyri. Ég legg mikiđ upp úr húmor í ţessum skrifum og hann er á mínum forsendum auđvitađ, ég er ađ fá sterk og góđ viđbrögđ en ţađ er samt ekkert víst ađ allir hafi sama húmor og ég. En ég vona ađ mönnum líki skáldskapurinn. Ţađ er mikilvćgt ađ halda í ćđruleysiđ, ţađ hef ég lćrt eftir 20 ár á vikulegum AA fundum sem nýttist mér vel ţegar ég greindist međ parkinson í vor, ég hef tekiđ ţví međ jafnađargeđi og geri allt sem mér er sagt ađ gagnist og ćtla ađ sigrast á sjúkdómnum ţótt hann sé skilgreindur sem ólćknandi taugahrörnunarsjúkdómur. 

Ég er einkennalítill ennţá, međ smá skjálfta í hćgri hendi og örlítinn stirđleika. Ég allavega tapa ekki á ţví ađ halda í húmorinn og eftir ađ ég greindist tek ég alltaf sérstaklega fram ađ ćskubćrinn minn Húsavík standi viđ Skjálfanda".


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744