Þingeyingur ágústmánaðar - Hróbjartur Sigurðsson

Þingeyingafélagið hefur valið Hróbjart Sigurðsson sem Þingeying ágústmánaðar 2020.

Þingeyingafélagið hefur valið Hróbjart Sigurðsson sem Þingeying ágústmánaðar 2020.

"Ég er hæfileg blanda af Þingeyingi, Mývetningi og Suðurnesjamanni en ólst upp á Sandi í Aðaldal og er sonur Hólfríðar Bjartmarsdóttur og Sigurðar Ólafssonar, sem eru oftar kölluð Fía og Siggi á Sandi. Móðuramma mín og afi (Hólmfríður Sigfúsdóttir og Bjartmar Guðmundsson) byggðu húsið en það var reyndar notað sumarbústaður um nokkurn tíma þar sem afi var þingmaður í Reykjavík. Mamma og pabbi fluttu svo norður 1983 þegar ég var þriggja ára, en við höfðum áður búið í Höfnum á Reykjanesi.

Eftir uppeldisárin í sveitinni fór ég til Akureyrar í menntaskóla þar sem ég lærði einnig grafíska hönnun, sem svo varð til þess að ég vann á Örkinni á Húsavik samhliða námi og um tíma eftir námið. Fáum árum eftir námið varð ég svo endanlega bitinn af ljósmyndabakteríunni og flutti með fjölskyldunni til Danmerkur í tæp 6 ár þar sem ég lærði auglýsinga- og matarljósmyndun ásamt því að stofna alþingeyska tveggja manna auglýsingastofu sem við Aggi rákum svo í 5-6 ár.

Í dag bý ég í Breiðholti með konu minni, Sólveigu Auðar Hauksdóttur og eigum við þrjú börn. Ég vinn sem hönnunarstjóri og ljósmyndari á auglýsingastofunni VORAR auglýsingastofa. Þess á milli eyði ég stundum tíma mínum í að bruna hjólandi yfir fjöll og firnindi, ýmist með vinum eða fjölskyldumeðlimum".

Hróbjartur á m.a. þessa hönnun https://www.facebook.com/arnasynir/posts/2698703833778090

http://www.hrobjartur.net/


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744