Ţćttir af einkennilegum mönnum – Down & Out gefur út sína fyrstu breiđskífuFréttatilkynning - - Lestrar 97
Föstudaginn 22. október nćstkomandi kemur út á streymisveitum platan Ţćttir af einkennilegum mönnum.
Á bak viđ hana stendur dúettinn Down & Out, sem var stofnađur af tveimur Húsvíkingum, Ármanni Guđmundssyni og Ţorgeiri Tryggvasyni undir lok níunda áratugar síđustu aldar. Down & Out var ein af lykilsveitum í pönk- og nýbylgjubylgju sem ţá reiđ yfir bćinn, ţó sjálf vćri hún órafmögnuđ međ öllu og hljómađi eins og ţeir félagar hefđu hlustađ of mikiđ á Spilverk Ţjóđanna og misskiliđ ţađ allt.
Nú, einum ţremur áratugum síđar, drifu miđaldra međlimirnir sig í stúdíó hjá félaga sínum úr Ljótu hálfvitunum, Baldri Ragnarssyni og afraksturinn er ţetta verk. Ćtlunin er ađ koma ţví líka út á föstu formi, vinyl og kassettu, og er söfnun fyrir ţeirri útgáfu ađ ljúka á Karolina Fund núna um helgina. Ţar er hćgt ađ tryggja sér eintök, miđa á útgáfutónleika og jafnvel einkakonsert međ tvíeykinu, sem óhćtt er ađ lofa ađ sé einstök upplifun.