Tengdasonur Húsavíkur!

Þeir eru margir sem hafa stoltir hlotið þennan titil í gegnum árin og í dag ætla ég að mæla sérstaklega með einum þeirra!

Tengdasonur Húsavíkur!
Aðsent efni - - Lestrar 564

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson.

Þeir eru margir sem hafa stoltir hlotið þennan titil í gegnum árin og í dag ætla ég að mæla sérstaklega með einum þeirra!

Eirík Björn Björgvinsson þekkja eflaust margir á Húsavík sem fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri en möguleg færri þá staðreynd að hann kom ungur maður til Húsavíkur og sýndi efnilega takta á knattspyrnuvellinum með Völsungi.  

Þar sem hann tók þátt í 1. deildarævintýri félagsins ´86-´89. Hann nýtti dvölina vel á Húsavík og nældi í Ölmu skólasystur mína sem eiginkonu.  Fyrir þá sem ekki þekkja til Ölmu þá er hún dóttir Árna Björns heitins á Bílaleigunni og Jónu Guðlaugsdóttur.   

En aftur að tengdasyni Húsavíkur. Ekki bara hefur hann starfað á Akureyri heldur bjó hann um talsverðan tíma fyrir austan, á Egilsstöðum og var þar íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Þaðan fór hann til starfa sem slíkur á Akureyri og var svo treyst til að taka að sér starf bæjarstjóra fyrst á Fljótsdalshéraði og síðan á Akureyri sem hann sinnti með miklum sóma.

Erindi mitt hér í dag er að mæla með honum Eiríki Birni sem þingmanni fyrir Norðausturkjördæmi en hann leiðir lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar.  Mín skoðun er sú að íbúar á svæðinu gætu ekki fengið betri málsvara en hann Eirík, hann er réttsýnn, rökfastur, ráðagóður og hefur bæði góða þekkingu á Norður- og Austurlandi hvort sem um er að ræða á fólkinu, landinu eða atvinnulífinu.  Að mínu mati finnast ekki betri fulltrúar til að setjast á Alþingi fyrir kjördæmið.

Ég skora því á kjósendur að kynna sér bæði stefnuskrá Viðreisnar í kjördæminu og mannkosti Eiríks, þá velkist enginn í vafa um ágæti þess að setja x við C á kjördag.

Friðrik Sigurðsson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744