Tap og jafntefli í fótboltanum um helgina

Það var leikið í boltanum um helgina og mættu Völsungsstelpurnar liði Aftureldingar/Fram á Húsavíkurvelli á laugardaginn.

Tap og jafntefli í fótboltanum um helgina
Íþróttir - - Lestrar 513

Kayla skoraði fyrra mark Völsungskvenna.
Kayla skoraði fyrra mark Völsungskvenna.

Það var leikið í boltanum um helgina og mættu Völsungsstelpurnar liði Aftureldingar/Fram á Húsavíkurvelli á laugardaginn.

Völsungar komust í 2-0 með mörkum um og upp úr miðjum síðari háfleik. Mörkin skoruðu Kayla Grimsley og Krista Eik Harðardóttir og allt leit út fyrir sigur heimamanna.

Gestirnir minnkuðu muninn á 90. mínútu og áður en dómarinn flautaði til leiksloka voru þær búnar að jafna. Svekkjandi.

Hér má sjá stöðuna í 2. deild kvenna.

Fyrr um daginn mættu strákarnir liði Aftureldingar á Varmárvelli og lutu í gras fyrir heimamönnum en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Afturelding komst yfir eftir á 11. mínútu með marki frá Ágústi Leó Björnssyni og á þeirri 30. skorðai Wentzel Steinarr R Kamban annað mark. 

Arnþór Hermannsson minnkaði muninn fyrir Völsung skömmu fyrir leikhlé en Ágúst Leó skoraði sitt annað mark í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 3-1 heimamönnum í vil. Og þar við sat.

Hér má sjá stöðuna í 2. deild karla.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744