21. maí
Tap í Ólafsvík - Sigurđur Hrannar međ tvennuÍţróttir - - Lestrar 106
Völsungur sótti Víking heim í Ólafsvík í gćr ţar sem heimamenn höfđu 3-2 sigur í miklum baráttu-leik.
Á fésbókarsíđu Grćna hersins segir svo frá leiknum:
2-3 tap í Ólafsvík. Ótrúlega ömurlega svekkjandi í mjög svo kaflaskiptum leik. Spilum á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og leysum ţađ mjög vel eftir fyrsta korteriđ. Heimamenn komast í 1-0 eftir hornspyrnu. Viđ fáum víti fljótlega eftir ţađ sem fer forgörđum í slánna ásamt ţví ađ skapa okkur 2-3 mjög góđ fćri.
Eftir vel útfćrđa sókn jöfnum viđ í lokasókn fyrri hálfleiks ţar sem Sigurđur Hrannar Ţorsteinsson skallar boltann inn eftir fyrirgjöf Arnars Pálma. 1-1 í hálfleik.
Sennilega vorum viđ of borubrattir ađ fara í seinni hálfleikinn međ vindinn í bakiđ en viđ byrjuđum hann mjög illa, sváfum á verđinum og lendum 2-1 undir. Gott mark Víkinga kemur ţeim svo í 3-1. Menn byrja á árunum aftur og sćkja mikiđ á Víkinga sem endar međ marki Sigurđar Hrannars á 85.mín, 3-2 og hörkuleikur. Á 89.mínútu sleppur Kifah í gegn og setur boltann framhjá markmanni sem tekur hann niđur fyrir fćriđ. Rautt spjald og aukaspyrna í D-boganum sem fer í varnarmann og aftur fyrir. Ţung pressa í lokin en inn vildi boltinn ekki.
Mjög flottur leikur ađ mestu leyti hjá okkar mönnum og ekki vantađi ađ skapa fćrin. Komum illa út í seinni og ţá verđur okkur refsađ. En viđ lćrum af ţessu. Full trú á liđinu okkar.
Nćsti leikur er gegn KFG nćsta laugardag á PCC vellinum og ţar ćtlum viđ okkur sigur. Mćtum ţá og styđjum strákana!
Víkingar eru á toppi 2. deildar međ 7 stig en Völsungur í 9. sćti međ 3 stig.
Í dag spila stelpurnar gegn ÍH kl.16.00 á PCC vellinum. Viđ mćtum öll og styđjum ţćr!
ÁFRAM VÖLSUNGUR!!!
Sérlegur ljósmyndari 640.is á Snćfellsnesi, Alfons Finnsson, tók međfylgjandi myndir.
Arnar Pálmi Kristjánsson fyrirliđi Völsungs í baráttu um boltann í gćr.
Grćnir og bláir, Arnar Pálmi og Indriđi Ketilsson ţeir grćnu.
Sigurđur Hrannar Ţorsteinsson skorađi bćđi mörk Völsungs gegn Víkingi.