Tap í fyrsta heimaleiknumÍþróttir - - Lestrar 222
Völsungur lék í dag sinn fyrsta heimaleik í 2. deild karla þetta tímabilið.
Mótherjarnir voru ÍR og náðu þeir að hirða öll stigin þrjú sem voru í boði á Vodafone-vellinum á Húsavík.
Hart var barist allt til enda en ÍR komst yfir þegar tæplega korter var liðið af síðari hálfleik. Þá skoraði Arian Ari Morina eftir hornspyrnu.
Breiðhyltingarnir tvöfölduðu svo forskot sitt þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka en þá skoraði Jörgen Pettersen, aftur eftir hornspyrnu.
Á 77 mínútu minnkaði Sæþór Olgeirsson muninn fyrir heimamenn og þrátt fyrir mikla baráttu á lokamínútunum var 1-2 tap staðreynd.
Hér fyrir neðan má sjá þá nýju leikmenn Völsungs sem byrjuðu leikinn.
Kristófer Leví Sigtryggson lánsmaður frá Fylki stóð á milli stanganna.
Jamie Agujetas Otero er hér fremstur í flokki.
Adolf Mtasingwa Bitegeko lék sinn fyrsta leik með Völsungi í dag.
Kifah Moussa Mourad sækir að marki gestanna.
Santiago Feuillassier Abalo sýndi lipra takta.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution