Tap fyrir toppliði Þróttar NesÍþróttir - - Lestrar 558
Völsungar mætti toppliði Þróttar Nes í Mizunodeild kvenna í gærkveldi en leikið var í íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Blakfréttir.is segja svo frá leiknum:
Það voru gestirnir frá Húsavík sem byrjuðu leikinn töluvert betur, en eftir að hafa verið 5-3 undir þá tók Völsungur ótrúlegan 9-1 kafla og komst í 6-13. Þróttur náði svo á ótrúlegan hátt að jafna leikinn 14-14 og tóku svo völdin í hrinunni og fóru að lokum með sigur 25-21, ótrúlegur viðsnúningur hjá Þrótti.
Allt púður virtist úr gestunum sem gerðu fjöldan allan af mistökum í annari hrinu á meðan Þróttur þurfti að hafa lítið fyrir hlutunum. Þróttur vann aðra hrinu 25-14. Völsungur kom aðeins til baka í þriðju hrinu en heimastúlkur voru ávalt númeri of stórar og unnu nokkuð þæginlegan sigur 25-20 og leikinn þar með 3-0.
Stigahæst í leiknum var Paula Del Olmo Gomez leikmaður Þróttar með 19 stig. Stigahæst í liði Völsungs var Camilla Johansson með 7 stig.
Þróttur Nes er eftir leikinn með 38 stig eftir 14 leiki og situr í efsta sæti Mizunodeild kvenna, tveimur stigum á undan Aftureldingu. Völsungur er hinsvegar í 5.sæti með 11 stig eftir 13 leiki.