23. jún
Tap fyrir KR í toppslagÍþróttir - - Lestrar 74
Sigurganga Völsungskvenna í 2. deildinni var stöðvuð í gær þegar KR kom í heimsókn á PCC völlinn.
Græni Herinn:
NÚ ER BARA AÐ STANDA UPP AFTUR!!!
Ekki endaði þetta okkar megin í dag. Toppslagurinn gegn KR endaði 1-2 Vesturbæingum í vil.
Gestirnir komust yfir fyrir leikhlé og stóðu þannig leikar í hálfleik, 0-1.
Krista Eik jafnaði með góðu marki í upphafi seinni hálfleiks en eitthvað stóðu fagnaðarlætin í okkur því KR komst í 1-2 mínútu síðar. Enduðu leikar þannig.
Leikurinn er ekkert til að skammast sín fyrir. Toppslagur dagsins tapaðist, en við erum sprelllifandi í baráttunni. Þetta er bara rétt hraðahindrun á vegferðinni!
Mætum tvíefldar til leiks næst og vinnum þá! Upp, upp og áfram!!
ÁFRAM VÖLSUNGUR!!!