Tap fyrir KA 2 í Kjarnafæðismótinu

Völsungur beið lægri hlut fyrir KA2 í Kjarnafæðismótinu í gærkveldi.

Tap fyrir KA 2 í Kjarnafæðismótinu
Íþróttir - - Lestrar 368

Völsungar fagna marki sl. laugardag gegn Þór.
Völsungar fagna marki sl. laugardag gegn Þór.

Völsungur beið lægri hlut fyrir KA2 í Kjarnafæðismótinu í gærkveldi.

Leikið var í Boganum á Akureyri og strax á 10. mínútu kom Kristján Már Guðmundsson KA-mönnum yfir, en þetta var hans annað mark í mótinu í vetur.

Átta mínútum fyrir leikhlé tvöfaldaði Birgir Baldvinsson forystuna, og staðan í hálfleik því 2-0. 

Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik, og niðurstaðan því 2-0 sigur KA2.

Þetta var fyrsti sigur KA2 í mótinu og með honum lyfti liðið sér upp í 4. sæti deildarinnar með fjögur stig, en Völsungur situr á botninum með eitt stig.

Hér má sjá leikskýrslu á vef KSÍ


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744