23. sep
Tap fyrir Íslandsmeisturum AftureldingarÍþróttir - - Lestrar 154
Kvennalið Völsungs hóf leik í úrvalsdeildinni í blaki í gærkveldi en liðið kom upp í úrvalsdeildina fyrir þetta tímabil.
Hinu kornunga og efnilega liði Völsungs var skellt beint í djúpu laugina í fyrsta leik en andstæðingarnir voru Afturelding úr Mosfellsbæ.
Afturelding er liðið sem talið er líklegast til afreka þennan veturinn en liðið er einnig ríkjandi Íslandsmeistari. Afturelding byrjaði leikinn af miklum krafti og ætlaði augljóslega ekki að gefa neitt eftir. Mosfellingar unnu fyrstu hrinu 9-25 en betur gekk hjá Völsungi í annarri hrinu.
Þar náðu heimakonur upp í 18 stig en Afturelding vann svo þriðju hrinu 13-25 og vann leikinn því örugglega, 0-3. Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir var stigahæst í liði Völsungs með 9 stig en Thelma Dögg Grétarsdóttir skoraði 19 stig fyrir Aftureldingu. (Blakfréttir.is)
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.