Tap fyrir Aftureldingu á heimavelliÍţróttir - - Lestrar 360
Völsungur laut í lćgra haldi fyrir Aftureldingu í Mizunodeild kvenna í dag en leikiđ var í Íţróttahöllinni á Húsavík.
Liđin voru fyrir leikinn í 3. og 4. sćti deildarinnar og höfđu leikiđ jafnmarga leiki. Ţetta var ţví gríđarlega mikilvćgur leikur fyrir bćđi liđ enda hefur árangur í deildinni bein áhrif á ţađ hverjir mótherjar verđa í úrslitakeppninni.
Í fyrstu hrinu skiptust liđin á ađ hafa forystuna en Afturelding leit út fyrir ađ vera ađ sigra hrinuna ţegar liđiđ leiddi 21-24 undir lokin. Völsungur skorađi ţá 4 stig í röđ og leiddi 25-24. Afturelding tók ţó aftur viđ sér og sigrađi hrinuna 26-28 eftir mikla spennu.
Í annarri hrinunni náđi Afturelding strax góđu forskoti og leiddi út hrinuna. Ţrátt fyrir fínan kafla hjá Völsungi um miđbik hrinunnar komust ţćr aldrei nálćgt Aftureldingarkonum sem sigruđu hrinuna sannfćrandi, 17-25. Liđsmenn Völsungs vöknuđu til lífsins í 3. hrinu og náđu í 25-20 sigur ţar sem minnkađi muninn í 1-2.
Í fjórđu hrinunni klárađi Afturelding dćmiđ af krafti. Ţćr leiddu međ ţćgilegum mun og unnu hrinuna 16-25, sem tryggđi ţeim mikilvćgan 1-3 útisigur og nálgast 3. sćtiđ ţar sem Völsungur situr ţó enn.
Ashley Nicole Dietrich skorađi 21 stig fyrir Völsung og Rut Gomez bćtti viđ 17 stigum. Í liđi Aftureldingar var Velina Apostolova stigahćst međ 23 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir skorađi 16 stig.
Eftir leikinn er Völsungur enn í 3. sćtinu međ 21 stig eftir 16 leiki en Afturelding er nú í 4. sćtinu međ 18 stig eftir 16 leiki. Bćđi liđ eiga tvo leiki eftir og ţví getur Afturelding komist upp fyrir Völsung og náđ 3. sćtinu. Völsungur mćtir HK tvívegis nćstu helgi en Afturelding fćr Ţrótt Nes og Ţrótt Reykjavík í heimsókn í síđustu tveimur umferđum deildarkeppninnar. (Blakfréttir.is)