Svartur föstudagur!-Smásaga frá starfsmanni HÞ

Föstudaginn 1. október 2010, um miðjan dag gerðist sá atburður að allir starfsmenn HÞ og flestir Þingeyingar urðu fyrir veirusmiti.Veira þessi barst

Svartur föstudagur!-Smásaga frá starfsmanni HÞ
Aðsent efni - - Lestrar 830

Víkin er fögur, ég fer ekki ras....!!!
Víkin er fögur, ég fer ekki ras....!!!

Föstudaginn 1. október 2010, um miðjan dag gerðist sá atburður að allir starfsmenn HÞ og flestir Þingeyingar urðu fyrir veirusmiti.Veira þessi barst hingað með tveimur sendiboðum sem voru kallaðir á fund, í ráðuneyti því sem á að hafa umsjón með heilsu landsmanna.Sendiboðarnir vissu ekki á hverju þeir áttu von, e.t.v. áttu þeir von á dálitlu hrósi, vegna þess að okkur fannst við hafa verið ansi dugleg að spara.

 

 

Veira þessi hefur fengið vinnuheitið HVFLÖ-11 (Hryðjuverka-fjárlög 2011). Smitið barst með ógnarhraða og um kvöldmat voru flestir farnir að finna fyrir einkennum þessarar sýkingar. Við fundum fyrir depurð, ótta, undrun, óvissu, svartsýni, vonleysi og jafnvel efasemdum um eigið ágæti (en það er ekki okkar stíll).

 

Þó svo að Hryðjuverkja-fjárlögin yrðu dregin til baka á einu bretti erum við komin með sár, sár á sálina sem sennilega nær aldrei að gróa. Sennilega kemur hrúður á sárið en undir hrúðrinu verður vessafylltur pollur. Og úr honum ræktast:

Hræðsla við að búa hér áfram.

Hræðsla við að fjárfesta hér.

Hræðsla við að vera hér með lítil börn.

Hræðsla við að eldast hér.

Og sennilega ræktast fleira af tilfinningaskalanum úr sárinu.

 

 

Á haustdögum 2009 vorum við starfsmenn HÞ hvattir til að fara í Svínaflensubólusetningu en þá var talið að starfsfólk HÞ yrði að vera í stakk búið að takast á við veirudrepsótt.

En í dag erum við öll smituð af veiru sem er af andlegum toga. Veiru sem er búin til af “MÖPPUDÝRUM „, og er sennilega ætluð til að draga úr okkur kjark, en það mun ekki takast.

Þó við séum undrandi, undrandi á því að ekki er talin þörf á framlagi okkar til heilbrigðismála í þessu héraði þá erum við ekki kjaftstopp. Við erum í baráttuhug.

Við vitum að það sem ekki drepur okkur, það herðir okkur.

Hér viljum við fá að lifa og starfa.

Við erum Þingeyingar og Hús-VÍKINGAR,

Við getum sagt eins og víkingurinn Gunnar á Hlíðarenda:

„Hlíðin er fögur, ég fer ekki ras... !“

Ég get ekki stokkið hæð mína í öllum herklæðum en ég get stokkið upp á nef mér í réttlátri reiði.

Ég segi því: „VÍKIN er fögur, ég fer ekki ras...!!!“

Jóhanna

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744