Sunnudagaskólinn hafinn

Í byrjun október hófst sunnudagaskólinn en umsjón međ honum hefur Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir en ásamt presti eru ţađ Heiđrún Magnúsdóttir, Frímann

Sunnudagaskólinn hafinn
Almennt - - Lestrar 107

Frá Sunnudagaskólanum í Bjarnahúsi.
Frá Sunnudagaskólanum í Bjarnahúsi.

Í byrjun október hófst sunnudagaskólinn en umsjón međ honum hefur Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir en ásamt presti eru ţađ Heiđrún Magnúsdóttir, Frímann Sveinsson og Sólveig Jónsdóttir sem koma ađ samverustundunum.

Frá ţessu segir á vef Húsavíkurkirkju:

Sunnudagaskólinn er samvera ţar sem viđ gefum okkur tíma til ađ gleđjast, lćra, rćđa um tilfinningar eins og t.d. ótta og kvíđa, vonbrigđi, leiđa, samkennd, tilhlökkun og ćfum okkur líka í ađ samgleđjast öđrum. Gildum eins og vinátta, hjálpsemi og hugrekki er lyft upp og umfram allt ţá biđjum viđ í trú og von og rćktum kćrleikann.

Samverurnar byggja á einföldum sunnudagaskólasöngvum, einföldum bćnaversum sem biblíugoggurinn hefur ađ geyma, fjársjóđskistan er á sínum stađ en í henni finnst vísbending um biblíusögu dagsins. Biblíusaga dagsins er oftast endursögđ međ myndum en stundum horfum viđ saman á myndband. Brúđurnar Mýsla og Rebbi heilsa oftast upp á sunnudagaskólagesti og bođskapur biblíusögunnar er oft ţema í ţeim leikritum. Síđan er brugđiđ á leik, okkur finnst sérstaklega gaman ađ syngja Töfrasönginn, Í grćnni lautu og einnig er leikurinn Englar koma í heimsókn vinsćll. Börn sem fagnađ hafa afmćli í mánuđinum sem er ađ líđa fá síđan lítinn glađning frá kirkjunni sinni.

Fermingarbörn ađstođa í vetur međ ýmsum hćtti:Leika Mýslu og Rebba, leiđa söng eđa eru tćknimenn á tölvunni. Síđan ţarf líka ađ skera niđur ávexti, blanda djús og hella upp á kaffi, ţví ađ lokinni samveru er gott ađ setjast niđur og börnin lita, fá sér hressingu og viđ spjöllum saman. Öll börn fá fjársjóđskistu sem ţau safna myndakortum í og á kortunum er ađ finna QR-kóđa sem geymir góđar hugmyndir ađ samveru  međ börnunum.

Viđ fögnum öllum sem koma og erum ţakklát fyrir ţessar dýrmćtu samverustundir. Sjáumst í sunnudagaskólanum.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744