Sumartónleikar Miðjunnar - List án landamæraAlmennt - - Lestrar 664
List án landamæra er listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins.
Sumartónleikar Miðjunnar í Borgarhólsskóla í dag, sumardaginn fyrsta, voru hluti hátíðarinnar í ár.
Um var að ræða útgáfutónleika í tilefni geisladisks sem Miðjan tók nýverið upp og inniheldur þrettán íslensk og erlend dægurlög.
Ljósmyndari 640.is var á tónleikunum og tók meðfylgjandi myndir af þeim sem fram komu ásamt Hjörvari Gunnarssyni sem lék undir á gítar.
Hjörvar hafði veg og vanda að útgáfu disksins fyrir hönd Miðjunnar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Einar Annel Jónasson.
Ásrún Vala Kristjánsdóttir.
Anna María Bjarnadóttir.
Bryndís Edda Benediktsdóttir.
Vilberg Lindi Sigmundsson.
Kristbjörn Óskarsson.
Þorgerður Björg Þórðardóttir.
Jóna Rún Skarphéðinsdóttir.
Hildur Sigurgeirsdóttir.
Þorsteinn Baldursson.
Sindri Gauksson.
Sigþór Orri Arnarson.
Ólafur Karlsson.