Sumarleikar HSÞÍþróttir - - Lestrar 490
Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ fóru fram á Laugavelli 8.-9. júlí síðastliðinn.
Óvenju fáir keppendur voru að þessu sinni en margt annað var um að vera þessa helgi annars staðar. Alls voru um 70 keppendur skráðir frá 4 félögum og þar af 34 keppendur frá HSÞ.
Frá þessu segir á Facebooksíðu Frjálsíþróttaráðs HSÞ:
Keppni hófst klukkan 11 á laugardaginn í blíðskaparveðri og lauk um hálf þrjú. Ekki var eins bjart yfir sunnudeginum en hann tók á móti okkur með bleytu en þrátt fyrir það gekk keppni vel. Mótsstjórn var í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og þulur var Arnór Benónýsson.
Alls voru 50 persónulegar bætingar hjá okkar fólki og keppendur fóru alls 112 sinnum á verðlaunapall. 45 gull, 37 silfur og 30 brons. Allir 9 ára og yngri fengu þátttökupening. Við í frjálsíþróttaráði viljum þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina á mótinu, keppendum fyrir þátttökuna og öllum velunnurum fyrir stuðninginn.
Ungir keppendur á verðlaunapalli. Ljósmynd HSÞ