Sumarleikar HSŢÍţróttir - - Lestrar 490
Sumarleikar Frjálsíţróttaráđs HSŢ fóru fram á Laugavelli 8.-9. júlí síđastliđinn.
Óvenju fáir keppendur voru ađ ţessu sinni en margt annađ var um ađ vera ţessa helgi annars stađar. Alls voru um 70 keppendur skráđir frá 4 félögum og ţar af 34 keppendur frá HSŢ.
Frá ţessu segir á Facebooksíđu Frjálsíţróttaráđs HSŢ:
Keppni hófst klukkan 11 á laugardaginn í blíđskaparveđri og lauk um hálf ţrjú. Ekki var eins bjart yfir sunnudeginum en hann tók á móti okkur međ bleytu en ţrátt fyrir ţađ gekk keppni vel. Mótsstjórn var í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og ţulur var Arnór Benónýsson.
Alls voru 50 persónulegar bćtingar hjá okkar fólki og keppendur fóru alls 112 sinnum á verđlaunapall. 45 gull, 37 silfur og 30 brons. Allir 9 ára og yngri fengu ţátttökupening. Viđ í frjálsíţróttaráđi viljum ţakka öllum sjálfbođaliđum fyrir ađstođina á mótinu, keppendum fyrir ţátttökuna og öllum velunnurum fyrir stuđninginn.
Ungir keppendur á verđlaunapalli. Ljósmynd HSŢ