Styttist í frumsýningu á Emil í Kattholti.

Frumsýning á Emil í Kattholti nálgast óðum og að sögn Höllu Rúnar Tryggvadóttur formanns Leikfélags Húsvíkur er eftirvænting mikil. Bæði meðal ungra sem

Styttist í frumsýningu á Emil í Kattholti.
Almennt - - Lestrar 470

Emil og Ída við eldhúsborðið í Kattholti.
Emil og Ída við eldhúsborðið í Kattholti.

Frumsýning á Emil í Kattholti nálgast óðum og að sögn Höllu Rúnar Tryggvadóttur formanns Leikfélags Húsvíkur er eftirvænting mikil. Bæði meðal ungra sem aldinna, bæjarbúa sem annara enda prakkarinn Emil vinsæll sem fyrr.

 

Heyrst hefur að mikil gleði ríki í Kattholti og að skammarstrikin sem Emil strákskratti er frægur fyrir séu alveg takmarkalaus á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu. Hann festir hausinn í súpuskál, dregur Ídu systur sína upp í flaggstöng, hverfur sporlaust úr smíðaskemmunni og læsir pabba sinn inni í Frissabúð (kamrinum).

Að sögn Höllu eru það  23 leikarar sem gera ævintýrið að veruleika, auk tveggja hljómsveitarmanna sem leika á ekki færri en 10 hljóðfæri, samtímis. Með hlutverk Emils fer Patrekur Gunnlaugsson en Ragnheiður Diljá Káradóttir leikur Ídu. Siggi Illuga leikur Anton pabba Emils og Þorbjörg Björnsdóttir Ölmu mömmu hans. Þá leikur Hálmar Bogi Hafliðason vinnumanninn Alfreð og Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir Línu vinnukonu. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir sem hefur í tvígang áður leikstýrt hjá LH.

Frumsýningin verður laugardaginn 8. nóvember kl. 16. Önnur sýning verður sunnudaginn 9. nóvember kl. 16, þriðja sýning miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20:00.

Halla Rún segir að vegna mikillar eftirspurnar hefjist miðasala mánudaginn 3. nóvember í síma 464-1129 og verður hún alla virka daga á milli 17 og 19. Þá tekur símsvarinn tekur vel á móti ykkur allan sólarhringinn.

Hér leggja Anton og Ída Svenson af stað með Emil til Maríulundar til að hitta lækninn.

hér er hægt að skoða fleiri myndir frá æfingu á Emil í Kattholti.

Ingvar Björn leikur prófastinn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744