Styrkir menningar- og hrútadaga

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti styrki á málefnasviði ráðherra á haustdögum.

Styrkir menningar- og hrútadaga
Almennt - - Lestrar 142

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn.

Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytið auglýsti styrki á málefnasviði ráðherra á haustdögum.

Á heimasíðu SSNE kemur fram að Menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn hafi fengið veglegan styrk úr þeim potti að upphæð 500.000 kr.

Það má því búast við sérstaklega flottri dagskrá á menningar- og hrútadögum á Raufarhöfn sem haldnir verða 24. september til 3. október nú í ár.

Þá fékk Ungmannafélagið Austri sem vinnur nú að hönnun og uppsetningu á frisbígolfvelli á Raufarhöfn einnig veglegan styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og standa vonir til að hægt verði að koma upp velli í sumar.

Slíkir vellir eru víða á starfssvæði SSNE en tveir voru teknir í notkun síðasta sumar á Þórshöfn sem og í Grímsey.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744