Styðjum Ara Teitsson á Stjórnlagaþing

            Á síðustu árum hafa íslensk fjármálafyrirtæki hrunið eins og dómínókubbar. Ekki þó öll. Einstaka hefur staðið óveðrið af sér. Sérstaka athygli

Styðjum Ara Teitsson á Stjórnlagaþing
Aðsent efni - - Lestrar 420

Sr. Þorgrímur Daníelsson.
Sr. Þorgrímur Daníelsson.

            Á síðustu árum hafa íslensk fjármálafyrirtæki hrunið eins og dómínókubbar. Ekki þó öll. Einstaka hefur staðið óveðrið af sér. Sérstaka athygli hefur vakið hvernig hinn litli en vel rekni Sparisjóður Suður-Þingeyinga, hefur ekki einungis staðist álagið, heldur beinlínis stigið fram sem ein öruggasta og heiðarlegasta fjármálastofnun landsins. Þetta stafar af því að undir forustu Ara Teitssonar hefur Sparisjóðurinn haldið fast við hin gömlu gildi sem snúast um heiðarleika, ábyrgð og sanngirni, - og aldrei látið glepjast af innantómum loforðum græðgisvæðingarinar um skjótfenginn gróða.

 

            Á undanförnum árum hef ég kynnst Ara Teitssyni, ekki einungis, sem verðugum fulltrúa hinna gömlu gilda, sem við íslendingar viljum leiða til vegs á ný meðal okkar, heldur einnig sem afar skynsömum víðsýnum og raunsæjum manni.  Þannig menn þurfum við að kjósa á stjórnlagaþing. Ég mun setja Ara Teitsson nr. 2237 efstan á lista í komandi stjórnlagaþingskosningum og hvet þig til að gera slíkt hið sama lesandi góður.

Þorgrímur Daníelsson.

Höfundur er sóknarprestur.

Hægt er að nálgast upplýsingar um framboð Ara Teitssonar til stjórnlagaþings á ariteitsson.is

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744