10. jan
Stuttmyndakvöld í ÞróttóFréttatilkynning - - Lestrar 129
Á þriðjudaginn kemur þann 16. janúar kl 20:00 mun undirritaður mæta í Þróttó á Laugum með fáeinar stuttmyndir frá kvikmyndagerðarfólki sem hefur orðið á vegi hans í gegn um lífið og stuttmyndir frá samnemendum úr Kvikmyndaskóla Íslands.
Frítt er inn á sýninguna en í lokin verður svo sýnd mynd sem undirritaður framleiddi og leikstýrði og hefur ný lokið við að eftirvinna.
Myndirnar heita:
Dúkkan
Yfirstiginn
Taskan
Seinn
Skonn hvað ?
Mamma ætlar að sofna
Vera
Dætur
Dauðataflið
Steini
Korselett
Með kveðju
Ágúst Þór Ámundason