Stórsigur á StólunumÍþróttir - - Lestrar 385
Völsungur hefur ollið töluverðum vonbrigðum í 2. deild karla í sumar en í dag náðu þeir heldur betur að reka af sér slyðruorðið þegar botnlið Tindastóls kom í heimsókn.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson kom Völsungum yfir strax á 7. mínútu en Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson jafnaði fyrir gestina aðeins þremur mínútum síðar.
Rúnar Þór Brynjarsson kom heimamönnum yfir mínútu síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Rafnar Smárason skoraði þriðja mark Völsungs á 81. mínútu en hann hafði komið inn á 10 mínútum áður.
Akil Rondel Dexter De Freitas skoraði svo fjórða og síðasta mark Völsunga þrem mínútum síðar og lokastaðan 4-1.
Völsungur er í 8. sæti með 27 stig en Tindastóll í botnsætinu með 9 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson kom Völsungum á bragðið.
Rúnar Þór Brynjarsson kom Völsungum strax aftur yfir eftir að Stólarnir jöfnuðu.
Rafnar Smárason kom af bekknum og skoraði þriðja mark Völsungs.
Akil Rondel Dexter De Freitas skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.