Störfum við löggæslu fjölgarAlmennt - - Lestrar 107
Gaumur fylgist með þróun fjölda starfa (ársverka) við löggæslu í vísi 1.4 - öryggi íbúa. Upplýsingum er safnað um fjölda starfa við löggæslu á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn og þróun þeirra borin saman.
Nú ná upplýsingarnar yfir árin 2016-2022.
Árið 2016 voru 28 störf á Akureyri, 6 á Húsavík og 2 á Þórshöfn. Á Akureyri hefur störfum fjölgað um 18 frá árinu 2016, úr 28 í 46. Síðustu tvö ár hefur störfunum fjölgað um 11, annars vegar um 5 störf vegna lokunar fangelsins á Akureyri og hins vegar um 6 störf vegna styttingar vinnuvikunnar. Á Húsavík hefur störfum fjölgað úr 6 í 10 á tímabilinu, nú síðast varð fjölgun um eitt starf á starfsstöð lögreglunnar á Húsavík við ráðningu forvarnafulltrúa til embættisins. Á Þórshöfn hefur störfum fækkað um eitt frá árinu 2016.
Upplýsingar eins og þessar getur verið gaman að setja í samhengi við aðrar upplýsingar með öllum þeim fyrirvörum sem þar þurfa að fylgja, til að mynda um orsakasamhengi og hvort eða hversu háðar upplýsingarnar eða gögnin eru innbyrðis. Þá ber líka að hafa í huga í þessu tilfelli að störf innan löggæslunnar fela ekki öll í sér hefðbundna löggæslu í skilningi þess orðs, samanber starf forvarnafulltrúa við embættið. Jafnframt að þó störfin séu orðin 10 þá eru sjaldan uppi þær aðstæður að 10 manns séu starfandi á sama tíma og starfssvæði lögreglumanna sem hafa starfstöð á Húsavík mjög víðfeðmt. Með þessa varnagla setjum við til gamans fjölda starfa í samhengi við íbúaþróun.
Árið 2016 bjuggu 3.686 íbúar á Miðsvæði og störf við löggæslu voru 6, eða 614 íbúar pr. starf við löggæslu. Árið 2018 voru íbúar á Miðsvæði 4.241 og hafa ekki verið fleiri á vöktunartíma Gaums en það ár. Þá voru störf við löggæslu á Miðsvæði 7, og íbúar þá 605 pr. starf við löggæslu. Árið 2021 voru íbúar á Miðsvæði 3.909 talsins og störf við löggæslu 9, eða 434 íbúar pr. starf við löggæslu. Ekki liggja fyrir tölur yfir íbúafjölda á Miðsvæði þann 1. janúar síðastliðinn og því óljóst hver fjöldi íbúa pr. starf við löggæslu er í upphafi árs 2022 en gögn fyrri ára sýna að íbúum á hvert starf við löggæslu hefur farið fækkandi vöktunartímabilinu.