Stofnfundur Garðyrkjufélags Þingeyinga

Stofnfundur  Garðyrkjufélags Þingeyinga, deild innan Garðyrkjufélag Íslands, verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember nk. í  sal Framsýnar að

Stofnfundur Garðyrkjufélags Þingeyinga
Aðsent efni - - Lestrar 426

Stofnfundur  Garðyrkjufélags Þingeyinga, deild innan Garðyrkjufélag Íslands, verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember nk. í  sal Framsýnar að Garðarsbraut 26 á Húsavík

Stofnfundurinn mun byrja kl. 19:30 og að loknu hefðbundnu stofnfundarstafi mun Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélag Íslands halda stutt erindi um sögu og starfsemi Garðyrkjufélags Íslands. Dagskránni  lýkur með hinum vinsæla fyrirlestri garðyrkjufræðingsins  Jóns Þ. Guðmundssonar frá Akranesi um ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi. Jón hefur um áraraðir ræktað ýmis yrki  af epla -, peru -, plómu - og kirsubertrjám í garðinum sínum heima á Akranesi með góðum árangri og hefur notað reynslu sína til þess að búa til áhugaverðan fyrirlestur. Reynslan á ávaxtatrjárækt og ávaxtarækt í Þingeyjarsýslu á sér ekki langan sögu,  þó nokkrir eldhugar  hafa í gegnum árin reynt að rækta upp eplatré  úr búðareplafræum í garðinum hjá sér, oftast með mjög lélegrum árangri. Í dag eru  líkurnar á velgengni í slíkum tilraunum betri. Hlýnandi loftslag hefur án efa sitt að segja í þessu sambandi og er mikilvægur þáttur  ekki síður en mannlegi þátturinn. Nýjum ræktunaraðferðum hefur að undanförnu verið beitt  auk þess sem áhugamenn um ávaxtatré og fræðingar hafa leitað víða um veröld  þ.a.m. til Kanada og Finnlands eftir  efnivið sem hentar fyrir íslenskar aðstæður. Í fyrirlestrinum hjá Jóni sjáum við fyrstu niðurstöðurnar  af tilraunastarfsemi hans. Niðurstöður sem lofa góðu fyrir alvöru ávaxtarækt í heimagörðum á Íslandi og mun Jón fræða okkur um reynslu  sína og samstarfsmanna  hans.

Fyrirlestur Jóns um ávaxtatré byrjar kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Garðyrkjufélag Íslands en kr. 500,- fyrir aðra.  Nýjir félagar velkomnir á stofnfundinn.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744