Stofna tengslanet kvenna á norðausturlandi

Stofnfundur tengslanets kvenna á norðausturlandi verður haldinn föstudaginn 15. janúar nk. kl. 15.00 á veitingastaðnum Sölku á Húsavík. Áhugahópur um

Stofna tengslanet kvenna á norðausturlandi
Aðsent efni - - Lestrar 505

Stofnfundur tengslanets kvenna á norðausturlandi verður haldinn föstudaginn 15. janúar nk. kl. 15.00 á veitingastaðnum Sölku á Húsavík. Áhugahópur um stofnun tengslanets kvenna á norðausturlandi hefur unnið að undirbúningi félagsins síðan á haustdögum en í drögum að samþykktum félagsins segir svo um markmið félagsins

* að efla samstöðu og samstarf kvenna
* að efla félagskonur í stjórnunar-, rekstrar- og félagsstörfum eða öðru sem styrkt getur persónulega    og faglega færni þeirra.

 

 

 

Stofnfundur tengslanets kvenna á norðausturlandi

Dagskrá fundarins:

* Nafn á félagið
* Samþykktir félagsins
* Stjórnarkjör, lögð fram tillaga að fyrstu stjórn félagsins
* Ákvörðun um félagsgjald
* Fyrirlestrar
* Önnur mál

Allar konur eru velkomnar og hvattar til að mæta og kynna sér félagið.

Vinsamlegast skráið þátttöku á fundinn á netfangiðjona@atthing.is eða í síma 464-0415 fyrir kl. 12, fimmtudaginn 14. janúar.

Á fundinum verður selt kaffi og meðlæti á kr. 1.000

Undirbúningshópurinn er skipaður Vilborgu og Jónu frá AÞ og Helenu og Grétu frá Þekkingarsetri Þingeyinga


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744