Stjórnvöld verða að bregðast við alvarlegri stöðu í innanlandsflugi

Flugfélagið Ernir hefur haldið úti flugsamgöngum við Vestmannaeyjar, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur.

Flugfélagið Ernir hefur haldið úti flugsamgöngum við Vestmannaeyjar, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur.  Árið 2007 var gerður verksamningur við Vegagerðina við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til  Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs, nú er svo komið að Ernir sjá sér ekki fært að halda úti flugi til þessara staða þar sem kostnaður hefur vaxið mun meira en greiðslur ríkisins fyrir þetta áætlunarflug og skipta opinber gjöld þar mestu enda hafa þau amk þrefaldast.

Þrátt fyrir fjölgun farþega og hærri tekjur þá ber innanlandsflugið ekki þær auknu álögur sem á það er lagt.  Þá er það mjög skýrt að falli áætlunarflug niður til þeirra áfangastaða sem samningurinn nær til verður forsendubrestur á  áætlunarflugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja.

Það er alvarleg staða sem upp er komin og má benda á að innanlandsflugið eru einu samgöngur Árneshrepps við umheiminn að vetri til. Það er algerlega ólíðandi að stjórnvöld láti hjá líða að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin og skorum við á innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að tryggja að leiðréttur verði strax sá forsendubrestur sem orðinn  er á verksamningi ríkisins við Flugfélagið Erni svo tryggja megi áframhaldandi flugsamgöngur til áfangastaða félagsins.

Rétt er að minna á að eitt af markmiðum samgönguáætlunar er jákvæð byggðaþróun. .  Innanlandsflugið gegnir þar lykilhlutverki.

 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri  sveitarfélagsins Hornafjarðar

Oddný S Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps

Fréttatilkynning


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744