Stefnt að því að hefja uppkeyrslu fyrri ofnsins á Bakka á mánudagsmorgun

Undirbúningur fyrir endurgangsetningu kísilvers PCC á Bakka er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu fyrri ofnsins á

Kísilver PCC á Bakka.
Kísilver PCC á Bakka.

Undirbúningur fyrir endurgang-setningu kísilvers PCC á Bakka er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu fyrri ofnsins á mánudagsmorguninn, 19. apríl. 

Í tilkynningu frá PCC segir að uppkeyrsluferlið hefjist með viðarbruna í u.þ.b. 24 klst. áður en hægt er að hleypa afli á ofninn.

Meðan á þessu ferli stendur má búast við að ljós reykur eða hitamistur ásamt kamínulykt muni berast frá verksmiðjunni. 

"Við vonum að þetta valdi íbúum í nágrenni við okkur ekki miklu ónæði. Á þriðjudaginn reiknum við með að hleypa afli á ofninn og hita hann upp jafnt og þétt í um 4 daga. Á meðan þessu stendur ætti ekkert að berast frá verksmiðjunni. Fyrirhugað er að fyrsta töppun úr ofninum muni eiga sér stað í kringum vikulok". Segir í tilkynningunni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744