18. okt
SSNE - Ályktun um vetrarþjónustu á DettifossvegiAlmennt - - Lestrar 63
Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 skorar á innviðaráðherra að tryggja vetrarþjónustu á þeirri verðmætu fjárfestingu sem Dettifossvegur er.
Fyrirsjáanleiki í þjónustu skiptir sérstaklega miklu í því samhengi til að tryggja bæði aðgengi fyrir flutningsaðila sem í auknum mæli nýta veginn til að dýrmætum útflutningsvörum til hafnar á Austfjörðum, auk þess að tryggja mikilvægt öryggi fyrir ferðamenn sem eru í síauknum mæli að ferðast um svæðið allt árið kring.