SOS og Halla Marín međ kertaljósatónleika í kirkjunni

Hljómsveitarmeđlimir í SOS hafa ćft stíft ađ undanförnu fyrir kertaljósatónleikana sem verđa í Húsavíkurkirkju um helgina. Ţar munu ţeir flytja, ásamt

SOS ásamt Höllu Marín. Ljósm. HMH.
SOS ásamt Höllu Marín. Ljósm. HMH.

Hljómsveitarmeðlimir í SOS hafa æft stíft að undanförnu fyrir kertaljósatónleikana sem verða í Húsavíkurkirkju um helgina. Þar munu þeir flytja, ásamt gestasöngkonunni Höllu Marín Hafþórsdóttir ýmis þekkt dægurlög sem öll eru í rólegum og notalegum búningi.

 

Kertaljósatónleikrnir koma í stað sumartónleika Norðurþings, sem kallaðir hafa verið Tónlistarveislan í gegnum árin, og verða fyrri tónleikarnir á föstudagskvöldið kl. 20:30 og þeir síðari á sama tíma á laugardagskvöldið.

 

Þá stefna strákarnir í SOS og Halla Marín á að halda þessa sömu tónleika víða í Norðurþingi s.s. á Kópaskeri og Raufarhöfn og jafnvel víðar.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744