Skorar á ríkisstjórnina ađ samţykkja ríkisábyrgđ á fjármögnun Vađlaheiđaganga

Bćjarráđ Norđurţings samţykkti eftirfarandi ályktun um Vađalheiđargöng á fundi sínum í gćr:

Bæjarráð Norðurþings samþykkti eftirfarandi ályktun um Vaðalheiðargöng á fundi sínum í gær:

Í ljósi umræðna um Vaðlaheiðagöng vill bæjarráð Norðurþings ítreka að Víkurskarð er á vetrum farartálmi sem takmarkar aðgengi að nauðsynlegri neyðarþjónustu. Vaðlaheiðargöng eru einnig forsenda þess að Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Nauðsynlegt er að taka tillit til allra þessara þátta þegar hagkvæmni Vaðlaheiðarganga er metin.

Í greinargerð IFS greiningar um framkvæmd Vaðlaheiðarganga eru leiddar líkur að því að auka þurfi eigið fé Vaðlaheiðarganga ehf. svo tryggja megi hagstæða fjármögnun til framtíðar. Bæjarráð Norðurþings lýsir vilja sínum til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngum ehf., frá því sem áður hefur verið lofað svo hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.

Skorar bæjarráð á ríkisstjórn Íslands að samþykkja ríkisábyrgð á fjármögnun ganganna svo hægt sé að hefja framkvæmdir sem allra fyrst.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744