Skipakomum til Húsavíkur fjölgar á nýAlmennt - - Lestrar 159
Árið 2020 fækkaði mjög skipakomum til Húsavíkur.
Árið á undan höfðu farþega-skip til að mynda 29 sinnum viðkomu á Húsavík en ekkert farþegarskip kom til Húsavíkur á árinu 2020.
Nýjar upplýsingar um skipakomur frá Sjálfbærniverkefninu á Norðausturlandi sýna að komum farþegaskipa hefur tekið að fjölga á nýjan leik en 21 farþegaskip kom til Húsavíkur á árinu 2021. Auk þess komu tvær snekkjur til Húsavíkur á árinu. Heildarfjöldi farþega á árinu 2021 var 3.061.
Sömu sögu er að segja af komum flutningaskipa en þeim fækkaði á milli áranna 2019 og 2020 úr 65 í 42 en fjölgaði á ný á milli áranna 2020 og 2021 úr 42 í 57. Innflutningur með skipunum nam 204.161 tonni en útflutningu 29.717 tönnum.
Hægt er að skoða þróun skipakoma frá upphafi vöktunartíma Gaums undir vísi 1.7 - samgöngur.
Gaumur: Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi er vöktunarverkefni þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.
Snekkjan A kom í maímánuði en lagðist ekki að bryggju.
21 farþegaskip komu til Húsavíkur árið 2021.
Skip Eimskipa komu regulega til Húsavíkur.
Skipakomum til PCC á Bakka tók að fjölga á ný.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.