Skálmöld, Atrum og Darknote á Sódómu

Skálmöld, Atrum og Darknote leiða saman metalhestana á Sódómu laugardaginn 28. maí. Öll böndin hafa verið orðuð við Wackenhátíðina 2011 og þegar er ljóst

Skálmöld, Atrum og Darknote á Sódómu
Aðsent efni - - Lestrar 69

Skálmöld, Atrum og Darknote leiða saman metalhestana á Sódómu laugardaginn 28. maí. Öll böndin hafa verið orðuð við Wackenhátíðina 2011 og þegar er ljóst að tvö af þeim, Atrum og Skálmöld, spila á þessu stærsta þungarokksfestivali heimsins í sumar.

Það þykir til tíðinda þegar þrjár íslenskar sveitir úr þessum jaðargeira eiga möguleika á því að spila á stórum viðburðum erlendis. Þannig er óhætt að segja að þarna fari rjóminn af íslensku þungarokki og stemningin ætti að geta orðið stórgóð, enda er Sódóma sá staður borgarinnar sem hentar hve best undir viðburð sem þennan. Þeim sem vilja þannig upplifa svitalyktina af alvöru þungarokki í hæsta gæðaflokki er því bent á að láta sjá sig.

 


Miðaverðið er 1.500 krónur og tónleikarnir verða settir á klukkan tíu.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744