Skákfélagiđ Gođinn endurvakiđÍţróttir - - Lestrar 130
Skákfélagiđ Gođinn hefur veriđ endurvakiđ og var sú ráđstöfun sem hefur veriđ í bígerđ um skeiđ, stađfest á ađalfundi hins endurvakta félags, sem vegna ađstćđna í samfélaginu fór fram á skype nú nýlega.
Gođahluti Skákfélagsins Hugins hefur ţar međ sagt skiliđ viđ Skákfélagiđ Huginn en 8 ár eru liđin frá stofnun ţess félags, međ sameiningu Gođans-Máta og Hellis 27. september 2013, sem hét GM-Hellir fyrsta starfsáriđ. Félagiđ tók síđan upp nafniđ Skákfélagiđ Huginn 8. maí 2014. Samstarfiđ milli landshluta gekk vel og samfylgdin var góđ og gefandi fyrir hvorn tveggja.
Skákfélagiđ Gođinn hefur ţegar sótt um inngöngu í Skáksamband Íslands og búiđ er ađ stofna félagiđ í keppendaskrá Skáksambands Íslands. Nú eru 58 félagar skráđir í Skákfélagiđ Gođann og allt eru ţetta skákmenn sem tilheyrđu Gođanum hér áđur fyrr, fyrir allar sameiningar.
Fréttir af ađalfundi/endurvakningarfundi Gođans
Til ađalfundar hins endurvakta félags voru mćttir Hermann Ađalsteinsson, Sigurbjörn Ásmundsson, Smári Sigurđsson, Jakob Sćvar Sigurđsson, Hilmar Freyr Birgisson og Hannibal Guđmundsson.
Ný ţriggja manna stjórn var kjörin á fundinum en í henni eru, Hermann Ađalsteinsson formađur, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari.
Ný lög félagsins voru stađfest á fundinum og eru ţau keimlík eldri lögum Gođans.
Fram kom á fundinum ađ hagnađur varđ af starfsemi félagins á árinu 2020 og félagiđ ćtti nokkuđ fé í sjóđi, enda ekki veriđ mikil starfsemi ađ undanförnu vegna covid.