30. jan
Sjö leikmenn skrifuđu undir samninga viđ Völsung í dag.Íţróttir - - Lestrar 326
Völsungspenninn var sannarlega á lofti í vallarhúsinu fyrr í dag ţegar sjö ungir og efnilegir piltar skrifuđu undir nýja tveggja ára samninga viđ Völsung.
Í tilkynningu frá Völsungi segir:
"Ţađ voru ungu herramennirnir Arnţór Máni Böđvarsson, Einar Örn Sigurđsson, Guđmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Jakob Héđinn Róbertsson, Kristján Leó Arnbjörnsson, Ólafur Jóhann Steingrímsson og Tryggvi Grani Jóhannsson.
Jakob Héđinn og Tryggvi Grani eru báđir ađ skrifa undir sína fyrstu samninga. Jakob er á 16. ári og ţar međ enn gjaldgengur í 3. flokk en Tryggvi er á 17. ári og nýgenginn upp úr ţeim flokki í meistaraflokk.
Arnţór Máni, Einar Örn og Guđmundur Gígjar framlengdu allir samninga sína en ţeir hafa veriđ viđlođandi meistaraflokkinn síđustu tvö árin og eru enn á 2. flokks aldri. Arnţór á ađ baki einn meistaraflokksleik, Einar tvo en Guđmundur á enn eftir ađ taka ţátt í sínum fyrsta mótsleik.
Kristján Leó er á tvítugsaldri og nýgenginn upp úr 2. flokki. Hann á ađ baki fjóra leiki fyrir meistaraflokk Völsungs.
Ólafur Jóhann er aldursforseti undirskriftarinnar, 21 árs gamall og á 62 leiki fyrir Völsung ţar sem hann hefur skorađ 4 mörk. Hlutverk Ólafs í liđinu hefur fariđ stigvaxandi undanfarin ár og hann er kominn međ mikla reynslu sem vonandi mun nýtast okkur innan sem utan vallar í sumar".
Tryggvi Grani, Guđmundur Gígjar og Jakob Héđinn.
Arnţór Máni, ólafur Jóhann, Einar Örn og Kristján Leó.