Sirkus Baldoni býður kreppunni byrginn

Sirkus Baldoni býður kreppunni birginn Sirkus Baldoni heimsótti Ísland í fyrsta skipti síðasta ár og var það stórkostlega upplifun. Nú kemur hann aftur

Sirkus Baldoni býður kreppunni byrginn
Aðsent efni - - Lestrar 600

Sirkus Baldoni býður kreppunni birginn

Sirkus Baldoni heimsótti Ísland í fyrsta skipti síðasta ár og var það stórkostlega upplifun. Nú kemur hann aftur með nýja og spennandi sýningu og lofar að áhorfendur komi til með að nota hláturvöðvana. „Við vitum að þið eruð stödd í stærstu fjárhagskreppu sem landið hefur þurft að þola og við hunsum allar viðvaranir sem við höfum fengið. Því að við höldum að allir hafi þörf fyrir það að hlæja og skemmta sér, og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa sameiginlega aðstöðu fyrir hlátur og gleði – athvarf fyrir alla fjölskylduna – stund frá amstri og skyldum hversdagsins. Samastað fyrir sameiginlega upplifun,“ segir Thessa Daniella frá Sirkus Baldoni.  Sirkus Baldoni heimsækirHusavík miðvikudagur9. september, þar sem við höldum sýningu í Íþróttahöllin á Húsavík kl. 19:00.

 

Heimsviðburðir

Sirkus Baldoni hefur lagt alla sína krafta í að kynna spennandi sýningu fyrir alla fjölskylduna. Frábær skemmtun með djörf, skemmtileg og spennandi atriði frá Kína, Ungverjalandi, Englandi og Danmörk. Heimsviðburðir sem vöktu mikla hrifningu á hinni heimsfrægu sirkushátíð í Monte Carlo. 

Í fyrsta skipti í Norður-Evrópu

Í allra fyrsta skipti munum við upplifa hvorki meira né minna en 2 atriði sem aldrei hafa fyrr sést í norðurevrópskum sirkus, þar á meðal „Manninn með 100 andlitin“ sem er glæsilegt atriði með áhrifamikilli grímuskiptingu.  Ekki er atriðið síður áhrifaminna þar sem listamaðurinn heldur jafnvægi á 2½ metra háu hjóli og grípur litlar skálar með höfðinu sem hún á glæsilegan og auðveldan hátt kastar upp með öðrum fætinum og í lokin kastar hún teskeið upp í skálarnar með fætinum. 

Þar að auki munum við líka sjá hið þjóðsagnakennda atriði þar sem bogaskyttan, standandi á höndum, skýtur ör með fótunum – hittir auðvitað í mark. Rola rola, jafnvægi á stól í mikilli hæð, fagmannlegt atriði með jafnvægi, loftfimleikamenn og margt annað. 

Skemmtun og hlátur

Það verður nóg af skemmtun og hlátri. Trúðaparið Danilo og Danila munu m.a. sýna þekkingu sína í diskódansi og vera með bráðfyndið mjaltaatriði. Hið frakka talandi ljón Leonardo, eftirlæti barnanna, mun enn einu sinni skemmta og stríða Baldoni og síðan munum við verða þeirrar ánægju njótandi að annar helmingurinn af stjórn Sirkus Baldoni, Thessa Daniella, mun ásamt Freddi Steckel vera með í svakalegu fallatriði, þar sem þau kasta sér og hvor öðru í stórskemmtileg fimleikaatriði. Öll atriðin verða kynnt af sirkusstjóranum Baldoni.

Leyndarmálið á bakvið eftirlætissirkus fjölskyldunnar

Hjá Baldoni eru orðin „öll fjölskyldan“ tekin alvarlega.  „Það er mikilvægt að allir njóti sýningar okkar, ekki aðeins börnin eða þau fullorðnu. Við leggjum mikla áherslu á að velja atriði og setja þau saman þannig að þau fangi alla aldurshópa.  Í vali okkar lítum, fyrir utan listræna frammistöðu, einnig á hvort að listamennirnir hafi jákvæðan og vingjarnlegan þokka, sem gefur til kynna að þeir elski það sem þeir gera og við sjáum til þess að atriðin séu ekki of löng.  Það er ekkert eins leiðinlegt og að sjá frábæran listamann sem virðist leiðast í vinnunni eða dregur atriðið á langinn, því þá missir maður athygli þeirra yngstu og þau byrja að leika sér, tala eða eitthvað annað sem truflar upplifun annarra,“ segir René Mønster, listrænn stjórnandi.  „Við hjá Sirkus Baldoni gerum því mikið úr því að sýningin sé ekki bara einhver færibandavinna, þar sem hver listamaður er kynntur í röð, heldur eru atriðunum spyrt saman á réttan hátt og í réttri röð, o.s.frv.  Það krefst margra mánaða forvinnu að setja saman sýningu í samvinnu við leikstjórann okkar,“ segir René Mønster að lokum.  Það er ekki að ástæðulausu sem Sirkus Baldoni er kallaður eftirlætissirkus fjölskyldunnar en ekki bara barnanna.

Hægt er að panta og kaupa miðana á www.midi.is eða það er hægt að kaupa þá í miðasölu skemmtistaðarins 1 tíma fyrir byrjun sýningarinnar. Lestu meira á http://www.cirkusbaldoni.com/


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744