Síminn virkjar 5G á Húsavík

Síminn kveikti nýverið á 5G á Húsavík en 5G væðing Símans er í fullum gangi víða um land.

Síminn virkjar 5G á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 274

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Síminn kveikti nýverið á 5G á Húsavík en 5G væðing Símans er í fullum gangi víða um land.

„Viðskiptavinir Símans á Húsavík geta nú upplifað enn meiri hraða og lægri svartíma á snjalltækjum sínum sem styðja 5G“ segir Aðalheiður Ósk Pétursdóttir vörustjóri hjá Símanum.

Sá hraði sem 5G færir notendum er á pari við ljósleiðaratengingar þegar best lætur sem þýðir að viðskiptavinir Símans verða með eina hröðustu nettengingu sem er í boði í hendi sér.

„Við hvetjum viðskiptavini okkar til að upplifa 5G en jafnframt að muna að uppfæra símtæki sín svo að þau séu með nýjustu öryggisuppfærslur frá framleiðanda sem styðja einnig betur við alla virkni eins og 5G betur“ bætir Aðalheiður við.

Síminn setur upp sitt 5G kerfi í samstarfi við Ericsson, leiðandi framleiðanda fjarskiptainnviða í heiminum, samstarf sem hefur verið farsælt allt frá stofnun Símans árið 1906. Í lok árs er áætlað að 5G sendar Símans verði nærri 80 talsins en nær helmingur þeirra er utan höfuðborgarsvæðisins. Samhliða hefur Síminn einnig verið að uppfæra 4G kerfi sitt víða í langdrægari senda ná betri útbreiðslu yfir land og sjó. Uppbygging fjarskiptakerfa er langhlaup og áætlað er að 95% landsmanna muni hafa aðgang að 5G kerfi Símans árið 2025.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744