Sarah skoraði sigurmarkið gegn FjölniÍþróttir - - Lestrar 224
Völsungar tóku á móti Fjölni á Vodafonevellinum í gær og höfðu sigur.
Um var að ræða toppbaráttu-slag í 2. deild kvenna og með sigrinum náðu stelpurnar toppliði deildarinnar að stigum.
Marta Sóley Sigmarsdóttir kom Völsungum yfir eftir 25. mínútna leik en áður flautað var til hálfleiks hafði Sara Montoro jafnað fyrir Fjölni.
Sarah Catherine Elnicky skoraði síðan sigurmark Völsungs þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og mikilvægur sigur í höfn.
Með honum náðu Völsungar eins og fyrr segir jafna topplið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis að stigum og um leiða slíta sig aðeins frá Fjölni sem nú er í þriðja sæti með 15 stig.
Fjölnir á reyndar, líkt og Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir, leik til góða á Völsung.