Roðagyllum heiminn!

Ágætu Þingeyingar! Ár hvert er 25. nóvember alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Sá dagur markar upphaf 16 daga átaks sem lýkur 10. desember

Roðagyllum heiminn!
Fréttatilkynning - - Lestrar 191

Ágætu Þingeyingar! Ár hvert er 25. nóvember alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Sá dagur markar upphaf 16 daga átaks sem lýkur 10. desember sem er alþjóðlegi mannréttinda-dagurinn. 

Það gengur seint og illa að afmá þennan smánarblett í samskiptum mannkyns, hvort sem það er í hinum ríka heimi vesturlanda eða stríðshrjáð-um, fátækum heimi þróunar-landanna.

Kynbundið ofbeldi hefur fylgt okkur allar götur. Aðgerðir til að uppræta, úrræði, opin umræða, róttækar viðhorfsbreytingar og skýr löggjöf er það sem þarf. Þetta er þegar að einhverju leyti til staðar en ofbeldið heldur áfram og betur má ef duga skal.  

Að þessu sinni er sérstaklega vakin athygli á kynbundnu ofbeldi á netmiðlum. Þar getur verið um að ræða einelti, kynferðislegt áreiti, eltihrelli, kynferðisleg myndbönd, svo eitthvað sé nefnt.  Þar er það unga fólkið okkar sem er í mestri hættu.  Soroptimistasamtökin láta sig þetta málefni varða.

Soroptimistar um allan heim vinna með konum og fyrir konur. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta lífsskilyrði þeirra, frelsi, sjálfstæði og menntun, sem er augljóslega hagur alls mannkyns.

Við systur í Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis eru með í þessu átaki og viljum við biðla til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga að vera með okkur í þessu. Litur átaksins er appelsínugulur  og táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

Því viljum við biðja ykkur, kæru þingeyingar, að roðagylla t.d. ljós, glugga og hafa appelsínugulan lit á áberandi stöðum tímabilið 25. 11. – 10. 12. 2021.

                                  Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis.

Ljósmynd - Aðsend


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744