Reynihlíð hf. kaupir Hótel ReykjahlíðAlmennt - - Lestrar 247
Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur.
Í fréttatilkynningu segir að Hótel Reykjahlíð verði rekið sem sjálfstæð eining innan samstæðu Reynihlíðar hf. sem fyrir rekur Hótel Reynihlíð og veitingastaðinn Gamla Bistro.
Eftir samrunann hefur Reynihlíð hf. yfir að ráða 50 herbergjum fyrir samtals 100 manns og tilheyrandi veitingastarfsemi fyrir allt að 300 manns í einu.
Gerðar verða endurbætur á Hótel Reykjahlíð og verður hótelið lokað meðan á þeim stendur en stefnt er að því
að opna í júní. Þangað til tekur Hótel Reynihlíð við öllum gestum Hótels Reykjahlíðar.
Jafnframt hyggur Reynihlíð hf. á sókn með nýrri stöðu sölu- og markaðsstjóra. Við því starfi tekur Margrét
Hólm Valsdóttir viðskipta- og ferðamálafræðingur. Hún hefur áralanga reynslu af störfum í ferðaþjónustu, meðal
annars hjá Reynihlíð hf. og segist Pétur Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Reynihlíðar hf. vænta mikils af nýju fyrirkomulagi
markaðsmála hjá fyrirtækinu, samhliða stækkun þess. (Fréttatilkynning)