28. apr
Pizzakofinn rís við GarðarsbrautAlmennt - - Lestrar 890
Um þessar mundir er verið að reisa hús sunnan við Öskju hvar eldbakaðar verða pizzur.
Staðurinn mun heita Pizzakofinn og stefnt er að opnun hans í byrjun júní.
Það eru Elín Guðmundsdóttir og Kristján Phillips sem standa að þessum framkvæmdum ásamt fjölskyldu en Elís Már Guðvarðarson mun sjá um veitingareksturinn.
Pizzakofinn er á lóðinni við Garðarsbraut 20 og er með stöðuleyfi til tveggja ára.
Kristján Phillips.