Píanótónleikar í sal Borgarhólsskóla

Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladár Rácz leika fjórhent á píanó miðvikudaginn 3. júní í sal Borgarhólsskóla. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30, aðgangseyrir

Píanótónleikar í sal Borgarhólsskóla
Aðsent efni - - Lestrar 64

Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladár Rácz leika fjórhent á píanó miðvikudaginn 3. júní í sal Borgarhólsskóla. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30, aðgangseyrir er  kr. 1500.-. Á dagskrá eru verk eftir Mozart, Liszt og Gershwin.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Helga Bryndíshóf tónlistarnám í Vestmannaeyjum hjá Guðmundi H. Guðjónssyni. Hún fór síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík og naut þar handleiðslu Jónasar Ingimundarsonar og útskrifaðist árið 1987 sem píanókennari og einleikari. Hún stundaði framhaldsnám í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur starfað við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 1992 en einnig verið virk sem píanóleikari, í kammertónlist, með söngvurum og í CAPUT hópnum. Helga Bryndís hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Aladár Rácz
stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Aladár er kennari við Tónlistarskólann á Húsavík.
Auk þess er hann m.a. stjórnandi Karlakórsins Hreims.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744