Penninn á lofti í Vallarhúsinu

Penninn var á lofti í Vallarhúsinu í dag þegar fimm leikmenn framlengdu samninga sína við kvennalið Völsungs.

Penninn á lofti í Vallarhúsinu
Íþróttir - - Lestrar 382

Þessar voru að framlengja við Völsung.
Þessar voru að framlengja við Völsung.

Penninn var á lofti í Vallar-húsinu í dag þegar fimm leikmenn framlengdu samninga sína við kvennalið Völsungs. 

Um er að ræða tveggja ára samninga en leikmennirnir eru Árdís Rún Þráinsdóttir, Sylvía Lind Henrýsdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir, Ólöf Rún Rúnarsdóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir. 

Við sama tækifæri skrifaði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson undir samning þess efnis að hann muni þjálfa liðið áfram næstu tvö árin.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Standandi fv. Hildur Anna Brynjarsdóttir, Ólöf Rún Rúnarsdóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir.

Fyrir framan þær sitja Sylvía Lind Henrysdóttir tv. og Árdís Rún Þráinsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bergdís Björk Jóhannsdóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson takast í hendur að lokinni undirskrift.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744