PCC BakkiSilicon hefur hlotið jafnlaunavottun JafnréttisstofuAlmennt - - Lestrar 85
PCC BakkiSilicon hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu og samhliða því innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun sem jafnlaunastefnan byggist á.
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að tilgangur PCC BakkaSilicon með jafnlaunakerfinu sé að tryggja jafnrétti og jafna stöðu starfsfólks óháð kyni innan fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.
Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og aðrir starfsmenn jafnframt minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum fólks óháð kyni.