Pálskvöld í Safnahúsinu

Páll Árnason á Þverá í Reykjahverfi var fæddur 6. september 1888. Páll var bóndi á Þverá, en hann var einnig mikill tónlistarunnandi. Lék hann sjálfur á

Pálskvöld í Safnahúsinu
Almennt - - Lestrar 175

Páll Árnason frá Þverá.
Páll Árnason frá Þverá.

Páll Árnason á Þverá í Reykjahverfi var fæddur 6. september 1888. Páll var bóndi á Þverá, en hann var einnig mikill tónlistarunnandi. Lék hann sjálfur á fiðlu (víólu), en það var ekki síst fyrir dálæti hans á tónlistarflutningi annarra sem hann var þekktur fyrir.

 

Sem dæmi um hversu mikill áhuginn var, þá keypti hann sér grammófón á fjórða áratug síðustu aldar af gerðinni His Masters Voice Model 194. Á þeim tíma voru bara tveir slíkir fónar í landinu: en Ríkisútvarpið átti hinn! Aldrei ljóstraði hann upp því leyndarmáli (nema til mömmu sinnar, að sögn) hvað þessi dýrgripur kostaði en hann hefur ekki verið ódýr. Og á þennan grip spilaði hann hljómplötur af ýmsu tagi fyrir sjálfan sig og aðra, unga sem aldna.

 

Oft kom það fyrir að tónlistin hreif hann svo sterkt að tárin láku niður kinnarnar eða hann upptendraðist af miklu fjöri og fór sjálfur að leika á víóluna. Páll lést 12. september 1959 og var grammafónninn og merkilegt výnilplötusafn hans afhent Bókasafninu á Húsavík til varðveislu.

Fimmtudaginn 14. maí kl. 20:00 verður sérstök dagskrá tileinkuð Páli og þessum grammafóni. Á dagskránni verður lesið upp úr heimildum um Pál, rifjaðar upp minningar af kynnum fólks af honum og svo má ekki gleyma því að grammafónninn mun leika nokkur vel valinn lög – en eftir um sextíu árer hljómurinn úr fóninum enn jafn grípandi.

Allir sem vetlingi geta valdið eru boðnir velkomnir á þetta kvöld. Það er ókeypis inn og boðið verður upp á kaffi. Sérstaklega eru þeir sem höfðu einhver kynni af Páli boðnir velkomnir og eru þeir einnig hvattir til aðstíga á stokk og segja frá kynnum sínum af Páli og/eða grammafóninum hans.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744