14. feb
Öskudagurinn á sér átján bræðurAlmennt - - Lestrar 100
Gömul þjóðtrú segir að Öskudagur eigi sér átján bræður og miðað við veðrið í dag er góð tíð framundan.
Það var fallegt við höfnina í morgun þegar kampselurinn góðkunni flatmagaði í rampnum framundan Hvalasafninu.
Hann kippti sér lítið upp þó teknar væri af honum nokkrar myndir en virðist samt hafa haft veður af því hvaða dagur væri.
Hann lét sig nefnilega hverfa þegar allskyns kynja- og furðurverur fóru um bæinn eftir hádegiðþar sem þær sungu fyrir mæru.
Kampselir eru norrænir flækingsselir sem sjást því sem næst árlega við Húsavíkurhöfn.