Orkusalan vill hitta viðskiptavini

Dagana 28. og 29. janúar kl. 11–15 taka starfsmenn Orkusölunnar á móti viðskiptavinum að Garðarsbraut 7 þar sem upplýsingamiðstöðin hefur verið til

Orkusalan vill hitta viðskiptavini
Aðsent efni - - Lestrar 71

Dagana 28. og 29. janúar kl. 11–15 taka starfsmenn Orkusölunnar á móti viðskiptavinum að Garðarsbraut 7 þar sem upplýsingamiðstöðin hefur verið til húsa. Þar kynnum við Orkusöluna og svörum spurningum viðskiptavina. Við hvetjum alla til að koma og heilsa upp á okkur. Boðið verður upp á kaffi og með því og vonumst við til að fá tækifæri til að hitta sem flesta.

Við þetta tækifæri skrifar Orkusalan undir samninga við Norðurþing um öll raforkuviðskipti sveitarfélagsins en nú þegar hefur verið skrifað undir samning um kaup á allri raforkuframleiðslu frá Orkustöðinni á Húsavík.

Orkusalan tók við raforkusöluhluta Orkuveitu Húsavíkur um áramótin og erum við ákaflega þakklát fyrir þær góðu móttökur sem við höfum fengið frá Húsvíkingum. Við hvetjum þá sem ekki sjá sér fært að mæta til okkar þessa daga að kynna sér þjónustu fyrirtækisins á heimasíðunni okkar www.orkusalan.is eða hafa samband við þjónustuverið okkar í síma 422 1000.

Orkusalan

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744